Það kom mörgum á óvart hver stóð í marki Tottenham í gær er liðið spilaði við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Maður að nafni Brandon Austin var á milli stanganna en hann hefur leikið með Tottenham undanfarin níu ár.
Um er að ræða leikmann sem er uppalinn hjá Chelsea en hann skrifaði undir hjá Tottenham árið 2015.
Austin spilaði í gær sinn fyrsta leik fyrir félagið vegna meiðsla Fraser Forster og Guglielmo Vicario.
Því miður fyrir Austin þá tapaðist þessi leikur 2-1 en hann þótti standa sig ágætlega í rammanum.