Það eru líkur á því að Fulham sé að missa lykilmann á næstunni en um er að ræða miðjumanninn Andreas Pereira.
Pereira á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Fulham og er orðaður við félag í Frakklandi og í Brasilíu.
Palmeiras í Brasilíu ku hafa áhuga á Pereira og þá er Marseille í Frakklandi einnig að skoða stöðu hans.
Pereira gæti spilað með Mason Greenwood á nýjan leik ef hann semur við Marseille en þeir voru saman hjá Manchester United á sínum tíma.
Pereira spilar nokkuð stórt hlutverk hjá Fulham en var óvænt ekki valinn í hópinn í síðasta mánuði í 1-1 jafntefli við Tottenham.