Fulham 2 – 2 Ipswich
0-1 Sammie Szmodics(’38)
1-1 Raul Jimenez(’69, víti)
1-2 Liam Delap(’71, víti)
2-2 Raul Jimenez(’90, víti)
Það fór fram ansi fjörugur leikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Fulham og Ipswich áttust við.
Þrjú víti voru dæmd í þessum leik og fóru þau öll í netið en bæði mörk Fulham í 2-2 jafntefli komu af punktinum.
Sammie Szmodics kom Ipswich yfir í fyrri hálfleik en í þeim síðari jafnaði Raul Jimenez metin fyrir Fulham.
Aðeins tveimur mínútum eftir mark Jimenez fékk Ipswich sína vítaspyrnu og úr henni skoraði Liam Delap.
Á lokamínútunum fékk Fulham svo aðra vítaspyrnu og skoraði Jimenez úr henni til að tryggja stig gegn nýliðunum.