Knattspyrnustjarnan fyrrverandi Hulk er ansi umdeildur eftir ákvörðun sem hann tók fyrir nokkrum árum síðan.
Hulk er nú búinn að giftast konu að nafni Camila Angelo en þau hafa verið í sambandi í dágóðan tíma.
Þessi 38 ára gamli leikmaður er þarna að giftast frænku fyrrum eiginkonu sinnar sem er afskaplega umdeild ákvörðun.
Hulk og Camila hafa verið saman undanfarin fjögur ár en þau byrjuðu saman aðeins níu mánuðum eftir að fyrra sambandi Hulk lauk.
Konan sem Hulk var giftur heitir Angelo de Souza en þau voru saman í 12 ár og eiga saman þrjú börn.
Þau skildu árið 2019 og aðeins níu mánuðum eftir það var Brassinn byrjaður að hitta Camila opinberlega.
Hulk og Camila eiga saman barn, Aisha, sem fæddist fyrir um fimm mánuðum síðan.
Hulk kemur frá Brasilíu og á að baki fjölmarga landsleiki en hann spilar með Atletico Mineiro í heimalandinu í dag.