Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var ekki sáttur þrátt fyrir sterkt jafntefli gegn Liverpool á útivelli í dag.
Leiknum lauk 2-2. United komst yfir og jafnaði svo á ný þegar um tíu mínútur lifðu leiks.
„Við getum ekki verið sáttir. Ég er frekar ósáttur. Ef við getum sýnt þetta frammistöðu á Anfield, af hverjum gerum við þetta þá ekki í öllum leikjum?“ sagði Fernandes eftir leik.
United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar dapurt tímabil sitt til þessa.
„Við þurfum að átta okkur á því við þurfum að ætlast til miklu meira af sjálfum okkur.“