Ethan Nwaneri gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik í bili en hann er á mála hjá liði Arsenal.
Nwaneri er afskaplega efnilegur leikmaður en hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Brighton í gær.
Nwaneri fór af velli í hálfleik sem vakti athygli eftir að hafa komið Arsenal yfir áður en Brighton jafnaði úr víti í þeim síðari.
Nwaneri er 17 ára gamall og var að byrja sinn fyrsta deildarleik en líkur eru á að hann verði rá í dágóðan tíma samkvæmt Mikel Arteta, stjóra liðsins.
,,Þetta eru virkilega slæmar fréttir því ég held að hann sé búinn. Við þurftum að taka hann af velli vegna vöðvameiðsla,“ sagði Arteta.