Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ósáttur með dómgæsluna gegn Brighton í leik liðanna í gær.
Brighton fékk vítaspyrnu sem tryggði 1-1 jafntefli að lokum en úr henni skoraði sóknarmaðurinn Joao Pedro.
Pedro fiskaði spyrnuna sjálfur en William Saliba, leikmaður Arsenal, fór haus í haus við Brassann í baráttu um boltann.
Arteta segist ekki hafa séð slíkt atvik áður og er í raun undrandi á því að eitthvað hafi verið dæmt.
,,Þetta var furðulegt. Ég hef líklega aldrei séð svona áður, á mínum ferli. Svo þetta er eitthvað nýtt,“ sagði Arteta.