Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að félagið muni reyna að kaupa inn leikmenn í janúar.
United hefur verið í miklu basli undanfarnar vikur og þarf svo sannarlega á styrkingu að halda í janúar.
Tveir sóknarmenn eru orðaðir við liðið eða þeir Viktor Gyokores og Victor Osimhen – sá fyrrnefndi vann með Amorim hjá Sporting.
,,Við munum reyna að gera eitthvað á markaðnum. Ég mun halda því fyrir sjálfan mig í dag,“ sagði Amorim.
Fyrr í vetur var sagt frá því að United gæti ekki fengið inn liðsstyrk í þessum glugga en það virðist ekki vera rétt miðað við orð Amorim.