Miklum spennuleik milli Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Niðurstaðan varð jafntefli eftir fjörugan leik.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, þar sem Liverpool var ívið sterkari aðilinn. Seinni hálfleikur var hins vegar afar líflegur.
Lisandro Martinez kom United yfir á 52. mínútu en lifði sú forysta aðeins í nokkrar mínútur því eftir tæpan klukkutíma leik jafnaði Cody Gakpo fyrir heimamenn.
Liverpool fékk víti á 70. mínútu og fór Mohamed Salah og skoraði. Einhverjir héldu að Liverpool tæki yfir leikinn í kjölfarið en United svaraði hins vegar með marki Amad Diallo tíu mínútum síðar.
Lokamínúturnar voru æsispennandi og reyndu bæði lið að sækja sigurinn. Fékk Harry Maguire til að mynda eitt besta færi leiksins í blálokin. Allt kom þó fyrir ekki og lokatölur 2-2 jafntefli.
Úrslitin þýða að Liverpool er áfram á toppi deildarinnar með 46 stig, 6 stigum á undan Arsenal og á einnig leik til góða.
Þrátt fyrir þetta sterka jafntefli er United í 13. sæti deildarinnar með 23 stig, mikið verk að vinna.