Willum Þór Willumsson er einn allra mikilvægasti leikmaður Birmingham í dag sem spilar í þriðju efstu deild Englands.
Willum hefur komið virkilega vel inn í lið Birmingham en hann skoraði í dag í 3-0 sigri á Wigan.
Miðjumaðurinn skoraði þriðja mark Birmingham í frábærum útisigri og var að lokum tekinn af velli í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Birmingham ætlar sér að komast í næst efstu deild og er í toppsætinu, tveimur stigum frá öðru og þriðja sæti.
Willum er með fimm mörk í deildinni og einnig fimm stoðsendingar.