Manchester United vill losna við vængmanninn Antony sem fyrst en hann hefur spilað fyrir liðið í tæplega þrjú ár.
Antony hefur alls ekki staðist væntingar á Old Trafford en hann hefur tekið þátt í 17 mörkum í 94 leikjum hingað til.
Samkvæmt UOL í Brasilíu er United til í að lána Antony annað í janúar í von um að finna kaupanda fyrir sumarið.
Brassinn kostaði 86 milljónir punda frá Ajax en hann er 24 ára gamall og er ekki í plönum Ruben Amorim.
Casemiro er önnur stjarna sem er sögð vera til sölu en lið í Sádi Arabíu eru talin hafa áhuga á hans kröftum.