Það er í raun ótrúleg hvað umboðskonan umdeilda Wanda Nara kemst oft á forsíður blaða erlendis.
Nara er fyrrum eiginkona sóknarmannsins Mauro Icardi og var fyrir það með öðrum leikmanni, Maxi Lopez.
Nara er afskaplega dugleg á samskiptamiðlinum Instagram þar sem hún birtir oft myndir af sér léttklæddri.
Samkvæmt argentínskum miðlum er hún í dag að reyna að fanga athygli tónlistarmanna og hefur verið virkilega virk á miðlinum síðustu vikur.
Nara er einhleyp í fyrsta sinn í langan tíma og samkvæmt UOP er hún að reyna að fanga athygli söngvara á borð við Bad Bunny og Drake.
Ef Instagram reikningur Nara er opnaður þá má sjá að hún er mikið fyrir það að birta myndir af sér léttklæddri en hún hefur einnig starfað sem fyrirsæta í fortíðinni.
,,Hún getur ekki verið ein. Hún er að reyna að ná athygli fólks sem hún getur umgengist. Það er ekki bara einhver sem hún hefur áhuga á,“ segir einn heimildarmaður um stöðuna.