Arne Slot, stjóri Liverpool, var hissa í gær er hann fékk spurningu frá blaðamanni fyrir leik liðsins gegn Manchester United á morgun.
Um er að ræða erkifjendaslag sem fer fram á Anfield en United hefur verið í töluverðri lægð undanfarna mánuði.
Slot var spurður að því hvort hann ætlaði að tefla fram öðru liði en vanalega í þessum stórleik og kom sú spurning honum á óvart.
,,Þetta er undarleg spurning… Nei ég er ekki að íhuga það,“ sagði Slot varðandi breytingu á liðsvalinu.
,,Þetta er risastór leikur. Ég sagði það fyrir síðasta leik og segi það aftur, þeir eru með miklu betri leikmenn en taflan gefur til kynna.“
,,Þetta gæti tekið tíma fyrir Ruben Amorim en þeir munu klifra upp töfluna og eru mun betri en taflan segir.“