fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. janúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, var hissa í gær er hann fékk spurningu frá blaðamanni fyrir leik liðsins gegn Manchester United á morgun.

Um er að ræða erkifjendaslag sem fer fram á Anfield en United hefur verið í töluverðri lægð undanfarna mánuði.

Slot var spurður að því hvort hann ætlaði að tefla fram öðru liði en vanalega í þessum stórleik og kom sú spurning honum á óvart.

,,Þetta er undarleg spurning… Nei ég er ekki að íhuga það,“ sagði Slot varðandi breytingu á liðsvalinu.

,,Þetta er risastór leikur. Ég sagði það fyrir síðasta leik og segi það aftur, þeir eru með miklu betri leikmenn en taflan gefur til kynna.“

,,Þetta gæti tekið tíma fyrir Ruben Amorim en þeir munu klifra upp töfluna og eru mun betri en taflan segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Í gær

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“