Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að hann sé búinn að ræða við bakvörðinn Trent Alexander-Arnold.
Trent verður samningslaus næsta sumar og hefur Real Madrid mikinn áhuga á að fá hann strax í janúar.
Ástæðan eru meiðsli Dani Carvajal sem verður frá út tímabilið og gæti Trent reynst hans arftaki til margra ára.
Slot hefur rætt við Trent um framhaldið en vildi lítið gefa upp í samtali við blaðamenn.
,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það? Ég get skilið spurninguna en ég segi ekki frá svona samræðum,“ sagði Slot.
,,Ekki varðandi Trent og ekki varðandi aðra leikmenn. Þetta var samtal okkar á milli eins og ég hef átt við aðra leikmenn í liðinu.“