Wes Brown, fyrrum leikmaður Manchester United, er á því máli að Wayne Rooney gæti hjálpað Manchester United í dag.
Brown telur að Rooney gæti komið inn í þjálfarateymið hjá United og hjálpað ungum leikmönnum liðsins sem spila í fremstu víglínu.
Rooney var magnaður markaskorari og leikmaður á sínum tíma en hann var á dögunum rekinn frá Plymouth þar sem hann starfaði sem aðalþjálfari.
,,Ef Wayne hefur áhuga á því að þjálfa sóknarmenn þá væri hann frábær í því. Hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð ásamt því að leggja upp á liðsfélagana,“ sagði Brown.
,,Gæti hann hjálpað Rasmus Hojlund hjá Manchester United? Ég held að allir ungir sóknarmenn vilji hlusta á Rooney og hans visku.“
,,Þegar ég var yngri fékk ég ráð frá Laurent Blanc og litlu hlutirnir geta hjálpað þér mjög mikið.“