Mohamed Salah virðist hafa staðfest það að hann sé á förum frá Liverpool næsta sumar en hann ræddi við Sky Sports.
Salah hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Salah gaf sterklega í skyn að þetta væri hans síðasta ár í Liverpool og að það væri langt í að hann myndi ná samkomulagi um nýjan samning.
Egyptinn hefur gert frábæra hluti í vetur en hann er með 17 mörk í 18 deildarleikjum og einnig lagt upp önnur 18.
Salah tekur fram að hann vilji verulega vinna deildina með Liverpool á þessu tímabili og eru engar líkur á að hann fari í þessum mánuði.