Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur fært fólki óvæntar fréttir en hann og fyrrum stórstjarna Chelsea, Eden Hazard, eru mjög góðir vinir.
Hazard hefur lagt skóna á hilluna en hann og Salah voru saman hjá Chelsea á sínum tíma áður en sá síðarnefndi var lánaður og svo seldur.
Salah hefur haldið sambandi við Hazard undanfarin ár en hann fór yfir sína bestu vini í viðtali við TNT Sports í Mexíkó.
,,Ég og Eden erum mjög góðir vinir. Þegar við hittumst þá skemmtum við okkur konunglega saman!“ sagði Salah.
,,Í liðinu þá er ég mjög góður vinur Kostas Tsimikas, Dominid Szoboszlai og Virgil van Dijk. Ég og Van Dijk höfum verið her í átta ár og berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum.“
,,Ég er mjög hrifinn af Trent Alexander Arnold en hann er klikkaður! Hann er ekki mikið fyrir það að tala en ég elska hann.“