Robert Lewandowski er lang, lang launahæsti leikmaður Barcelona en hann fær 33 milljónir evra fyrir hvert ár hjá félaginu.
Tölurnar eru frá árinu 2024 en Lewandowski er um 14 milljónum evra launahærri en næsti maður.
Frenkie de Jong, miðjumaður liðsins, er í öðru sæti á listanum en hann fær 19 milljónir evra fyrir sína þjónustu.
Ungstirnið Ansu Fati er í öðru sæti með 13,9 milljónir evra og þar á eftir fylgja meir Juyles Kounde og Raphinha.
Athygli vekur að undrabarnið sjálft Lamine Yamal er með 1,6 milljón evra í árslaun sem er minna en flestir leikmenn aðalliðsins.