Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona, er íþróttamaður ársins 2024. Þetta var tilkynnt á verðlaunaafhendingu ÍSÍ í Silfurbergi í Hörpu nú fyrir skemmstu.
Glódís Perla varð þýskur meistari með Bayern Munchen og er fyrirliði landsliðsins sem fór alla leið á Evrópumeistaramótið á árinu sem leið. Fékk hún fullt hús stiga í kjörinu um íþróttamann ársins.
Íþróttamaður ársins 2024 – Stigagjöf:
- Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480
- Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217
- Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159
- Albert Guðmundsson, knattspyrna 156
- Anton Sveinn McKee, sund 131
- Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69
- Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67
- Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57
- Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
- Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 48
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur 42
- Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur 37
- Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur 36
- Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 30
- Daníel Ingi Egilsson, frjálsíþróttir 29
- Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleikur 16
- Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, knattspyrna 9
19.-20. Aron Pálmarsson, handknattleikur og Elín Klara Þorkelsdóttir, handknattleikur 7
- Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 4
- Sara Rún Hinriksdóttir, körfuknattleikur 2
23.-24. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, handknattleikur og Kristinn Pálsson, körfuknattleikur 1
Lið ársins 2024:
- Valur handbolti karla 67
- Ísland hópfimleikar kvenna 53
- Ísland fótbolti kvenna 41
- Valur handbolti kvenna 30
- Víkingur fótbolti karla 14
- Ísland körfubolti karla 6
- FH handbolti karla 3
8.-9. Breiðablik fótbolti karla og Ísland handbolti kvenna 1
Þjálfari ársins 2024:
- Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116
- Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48
- Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17
- Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15
- Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9
- Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6
- Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Heiðurshöll ÍSÍ: Sigurbjörn Bárðarson
Eldhugi: Björg Elín Guðmundsdóttir