Tottenham 1 – 2 Newcastle
1-0 Dominic Solanke(‘4)
1-1 Anthony Gordon(‘6)
1-2 Alexander Isak(’38)
Ange Postecoglou gæti mögulega verið búinn að stýra sínum síðasta leik sem stjóri Tottenham.
Gengi Tottenham hefur verið afskaplega slæmt undanfarnar vikur og er liðið í 11. sæti eftir 20 leiki með 24 stig.
Tottenham fékk Newcastle í heimsókn í dag og tapaði í þriðja sinn í síðustu fjórum umferðum sínum.
Newcastle er á frábæru róli en liðið er með fimm sigurleiki í röð og situr í fimmta sætinu.