Eins og flestir vita þá eru allar líkur á að Mohamed Salah sé að yfirgefa Liverpool eftir tímabilið.
Salah gaf það sterklega til kynna í gær að hann væri á sínu síðasta tímabili á Anfield og er talinn vilja komast til Frakklands eða Sádi Arabíu.
Salah er lang launahæsti leikmaður Liverpool í dag en hann fær 18,2 milljónir punda í árslaun fyrir sín störf.
Enginn leikmaður Liverpool kemst nálægt Salah en í öðru sæti er Virgil van Dijk með 11,4 milljónir á ári.
Trent Alexander-Arnold er í þriðja sætinu með 9,3 milljónir á ári en allir þessir þrír verða samningslausir í sumar.
Andy Robertson og Alexis Mac Allister eru þar á eftir en þeir fá báðir 7,8 milljónir fyrir hvert ár.