Chelsea gæti verið án lykilmanns út tímabilið sem er mikið áfall fyrir liðið í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest en sá umræddi er varnarmaðurinn Wesley Fofana.
Fofana hefur ekkert spilað síðan 1. desember er hann meiddist í leik gegn Aston Villa.
Talið var að Frakkinn væri ekki alvarlega meiddur en útlitið er verra en margir töldu til að byrja með.
Maresca staðfestir að Fofana verði frá í langan tíma og er möguleiki á að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik þennan veturinn.