Arsenal þarf á sigri að halda í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Brighton á útivelli.
Arsenal er í titilbaráttu við Liverpool en fyrir leik er liðið sex stigum frá toppsætinu eftir 19 leiki.
Liverpool mætir Manchester United á morgun en á einnig leik til góða og getur hækkað þessa forystu í níu stig að lokum.
Hér má sjá byrjunarliðin í Brighton.
Brighton: Verbruggen, Igor Julio, Van Hecke, Veltman, Estupinan, Baleba, O’Riley, Gruda, Ayari, Adingra, Joao Pedro.
Arsenal: Raya, Partey, Saliba, Gabriel, Calafiori, Jorginho, Rice, Merino, Nwaneri, Trossard, Jesus.