Arsenal er að horfa í óvænta átt í janúarglugganum en félagið ku hafa áhuga á hinum efnilega Evan Ferguson.
Ferguson er á mála hjá Brighton í efstu deild Englands en hann hefur misst sæti sitt í byrjunarliðinu og gæti verið á förum.
Ferguson var um tíma orðaður við öll félög á Englandi en eftir erfiðan vetur hefur sá áhugi minnkað verulega.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill ekki breyta sínu liði mikið í janúar en Ferguson gæti reynst öflugur liðsstyrkur í fremstu víglínu.
Ferguson er aðeins 20 ára gamall en hann hefur skorað eitt mark í 12 leikjum á þessu tímabili – hann hefur þá aðeins byrjað tvo af þeim.