Edwin van der Sar, fyrrum markvörður Manchester United, hefur enn fulla trú á Kamerúnanum Andre Onana.
Onana er markvörður United í dag og er ansi umdeildur en hann hefur gert ófá mistök síðustu mánuði.
Van der Sar hvetur United þó til að gefa leikmanninum meiri tíma og að hann geti bætt sinn eigin leik á næstu árum.
,,Þetta er ansi snemmt en ég er viss um að Andre Onana geti átt frábæran feril í framtíðinni. Hann er að öðlast frekari reynslu,“ sagði Van der Sar.
,,Hann er með öll þau gæði sem markvörður þarf á að halda svo ég er viss um að á næstu fimm eða sex árum þá mun hann bæta sig.“
,,Hann er með rétt hugarfar til að vera markvörður Manchester United í mörg ár.“