Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur útskýrt af hverju Alejandro Garnacho var á varamannabekknum gegn FCSB í gær.
Um var að ræða leik í Evrópudeildinni en Garnacho kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði upp annað markið í 2-0 sigri.
Garnacho er sterklega orðaður við önnur félög þessa dagana en það var ekki ástæðan að sögn Amorim sem segir að Argentínumaðurinn hafi verið veikur í vikunni.
,,Sumir leikmenn, eins og Garnacho voru veikir í vikunni og Amad Diallo var á svipuðum stað,“ sagði Amorim.
,,Hann er að spila hverja einustu mínútu svo við þurfum að sjá til þess að leikmennirnir séu ekki ofkeyrðir og að aðrir taki til sín og vinni leikinn.“