Sean Dyche hefur tjáð sig um hinn umdeilda Neal Maupay sem er enn samningsbundinn Everton á Englandi.
Dyche er stjóri Everton sem Maupay er samningsbundinn en sá síðarnefndi var sendur á lán til Marseille fyrir tímabilið.
Maupay gerði marga reiða á dögunum en hann hatar lífið í Liverpool og var alls ekki hrifinn af því að spila fyrir enska félagið.
,,Þegar ég er að eiga slæman dag þá kíki ég bara á stöðuna í leikjum Everton og brosi,“ skrifaði Maupay á Twitter á dögunum er liðið tapaði 2-0 gegn Nottingham Forest.
Þau ummæli eru afskaplega umdeild og sérstaklega í ljósi þess að um er að ræða leikmann félagsins.
,,Það er hægt að segja það að það eru aðrir hlutir sem ég horfi á þegar kemur að knattspyrnufélaginu Everton,“ sagði Dyche.
,,Ég held að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af hans ummælum og við höfum líklega ekki áhyggjur af einhverri refsingu.“