Það er ómögulegt fyrir leikmenn Manchester City að horfa á titilbaráttu þetta árið en þetta segir leikmaður liðsins, Bernardo Silva.
City hefur verið í mikilli lægð undanfarna mánuði en tókst að vinna síðasta leik sinn gegn Leicester.
Þrátt fyrir þann sigur er liðið 14 stigum frá toppliði Liverpool og eru leikmenn búnir að samþykkja það að titilbaráttan er ekki möguleiki.
City á þó enn góðan möguleika á Evrópusæti og spilar við West Ham á heimavelli á morgun.
,,Eins og staðan er þá snýst þetta um að samþykkja raunveruleikann. Ég er ekki að horfa á Liverpool, við erum í sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar,“ sagði Silva.
,,Ég get ekki horft á Arsenal eða Liverpool eða hvað sem það er. Ég horfi í næsta leik þar sem við munum reyna að fá þrjú stig og komast í fimmta sætið.“