Manchester United mun virkja ákvæði í samningi Harry Maguire um að framlengja hann um eitt ár. Ruben Amorim stjóri liðsins staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.
Maguire gekk í raðir United 2019 frá Leicester á 80 milljónir punda og er hann enn dýrasti miðvörður sögunnar.
„Við munum virkja ákvæðið. Við þurfum nauðsynlega á Harry að halda,“ sagði Amorim í dag og hélt áfram.
„Hann þarf að bæta sig sem leiðtogi því okkur sárvantar einhvern slíkan inn á völlinn.“
United heimsækir Liverpool á sunnudag og má búast við erfiðum leik. Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en United er í 14. sæti.