Thomas Tuchel er loksins tekinn við enska landsliðinu en hann hóf störf þann 1. janúar á þessu ári.
Tuchel var ráðinn til starfa 2024 en Lee Carsley sá um að þjálfa liðið í síðustu leikjunum það árið.
Nú hefur fengist staðfest að Henrique Hilario mun vinna með Tuchel hjá Englandi en hann var markmannsþjálfari hjá Chelsea.
Tuchel vann með Hilario hjá Chelsea á sínum tíma þar sem sá fyrrnefndi vann Meistaradeildina við stjórnvölin.
Þeir Nicholas Mayer og James Melbourne voru einnig kynntir en næsti leikur Englands er gegn Albaníu í mars.