Viðræður á milli Arsenal og Celtic um vinstri bakvörðinn Kieran Tierney eru í fullum gangi, en hann vill ólmur fara aftur heim til Skotlands.
Tierney gekk í raðir Arsenal frá Celtic árið 2019 og var fyrstu árin afar mikilvægur fyrir Skytturnar. Smátt og smátt missti hann hins vegar sæti sitt undir stjórn Mikel Arteta og fyrir síðustu leiktíð var hann lánaður til Real Sociedad á Spáni.
Skotinn kom svo aftur til Arsenal í sumar og hefur komið við sögu í einum leik á leiktíðinni, í enska deildabikarnum. Hann er hins vegar engan veginn í áætlunum Arteta og hafnaði félagið möguleika á að framlengja samning hans, sem rennur út næsta sumar, um eitt ár.
Það eru allar líkur á að hinn 27 ára gamli Tierney haldi nú aftur til Celtic, þar sem hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum.
🚨🟢⚪️ Negotiations underway for Kieran Tierney to return to Celtic from Arsenal, discussions are taking place.
27 year old fullback keen on the move, talks continue to reach full agreement. pic.twitter.com/4UcwCd4V76
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 3, 2025