Omeonga er 28 ára gamall og á mála hjá Bnei Sakhnin í Ísrael. Hann er belgískur og hefur til að mynda leikið með Cercle Brugge í heimalandinu, sem og Genoa á Ítalíu og Hibernian í Skotlandi svo eitthvað sé nefnt.
Kappinn var sem fyrr segir á leið aftur til Ísrael frá Ítalíu en fékk það ekki. Lögreglumenn gengu upp að honum og drógu hann burt á meðan Omeonga sagði: „Hvað eruði að gera? Ég er fótboltamaður, belgískur ríkisborgari. Eruði klikkaðir?“
Omeonga birti sjálfur myndband af atvikinu, sem sjá má hér neðar, á samfélagsmiðla.
Stephane #Omeonga, centrocampista belga ex-Avellino, Genoa e Pescara, ha denunciato su Instagram di aver subito degli abusi da parte della polizia italiana, che lo ha costretto con la forza a scendere da un volo Roma-Tel Aviv senza alcuna spiegazione.
— Pallonate in Faccia (@pallonatefaccia) January 1, 2025
„Þann 25. desember varð ég fórnarlamb lögregluofbeldis. Eftir að hafa gengið um borð og fengið mér sæti kom flugþjónn upp að mér og sagði að það væru vandræði með gögnin mín og bað mig um að fara. Ég spurði hvers konar vandræði það væru.
Þá var hringt í lögreglu og ég settur í járn og dreginn úr vélinni. Þegar við vorum komnir úr vélinni, burt frá vitnum, hentu lögreglumennirnir mér í jörðinni, börðu mig og einn þeirra hélt hnénu upp að hausnum á mér.“
Síðan var Omeonga skellt inn í grátt herbergi og fékk engan mat eða drykk að eigin sögn. Honum var svo sleppt en veit ekki enn af hverju hann var handtekinn.
„Sem manneskja og faðir get ég ekki samþykkt svona mismunun. Þessi handtaka er bara toppurinn á ísjakanum sem sést. Svo mikið af fólki sem lítur út eins og ég fær ekki vinnu, húsnæði, að taka þátt í íþróttunum sem það elskar, allt af því það er dökkt á hörund,“ skrifar Omeonga enn fremur.
Í yfirlýsingu segir flugfélagið að það hafi fengið skipun um að vísa Omeonga frá aborði þar sem ísraelsk yfirvöld samþykktu ekki inngöngu hans í landið.
Fjöldinn allur, þar á meðal í knattspyrnuheiminum, hefur lýst yfir stuðningi við Omeonga eftir að hann greindi frá því sem átti sér stað og birti myndbandið.