Real Madrid hefur áhuga á Dean Huijsen, leikmanni Bournemouth samkvæmt The Sun.
Spænska stórveldið er í leit að varnarmönnum fyrir framtíðina og hefur William Saliba hjá Arsenal til að mynda verið orðaður við félagið. Nú er hins vegar sagt að Huijsen sé á blaði.
Huijsen er 19 ára gamall og gekk í raðir Bournemouth frá Juventus í sumar og hefur hann heillað mjög. Hann er þá ekki bara traustur varnarlega heldur hefur hann einnig skorað tvö mikilvæg mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Bournemouth, sem situr í 7. sæti.
Huijsen er fæddur í Hollandi en flutti til Spánar 5 ára gamall og er með spænskt ríkisfang. Lék hann fyrir yngri landslið Hollands í undir 17-19 ára landsliðunum en hefur hann nú spilað sex leiki fyrir U-21 árs lið Spánar og er búist við því að hann spili fyrir Spán í A-landsliðum, hvað þá ef hann færi til Real Madrid.