Barcelona ætlar að ráða nýjan kokk eftir kvörtun frá stjörnu liðsins. Spænski miðillinn Sport fjallar um málið.
Hansi Flick tók við Barcelona í sumar og lagði mikla áherslu á að bæta hluti utan vallar, svosem matarræði leikmanna.
Á dögunum kom hins vegar inn kvörtun frá framherjanum Robert Lewandowski um hvernig kokkur liðsins eldar mat sem er mikilvægur hluti af matarræði leikmanna, eins og egg sem dæmi.
Í kjölfarið á Flick að hafa beðið Barcelona um að ráða inn atvinnukokk úr hæsta gæðaflokki. Félagið brást fljótt við og hefur það tekið viðtöl við nokkra sem koma til greina.
Börsungar hófu tímabilið á Spáni vel en undanfarið hefur hallað undan fæti og er liðið nú í þriðja sæti La Liga með 38 stig, 3 stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem einnig á leik til góða.