Manchester City hefur augastað á Douglas Luiz í félagaskiptagluggamarkaðnum í þessum mánuði samkvæmt nýjustu fréttum.
Miðjumaðurinn gekk í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar fyrir um 42 milljónir punda en hefur ekki staðið undir væntingum.
Hann skrifaði undir fimm ára samning við Juve en samkvæmt fréttum frá Ítalíu má hann fara ef gott boð býðst nú í janúar.
Staðarmiðill í Birmingham, borginni sem Luiz lék áður í með Villa, heldur því nú fram að City sjái hann sem kost til að leysa vandræði sín á miðjunni til skamms tíma.
Eins og flestir vita meiddist Rodri í haust og hefur hvorki gengið né rekið hjá City síðan í ensku úrvalsdeildinni.
Það gæti því reynst frábær lausn fyrir alla að Luiz færi til City og reyni að finna sig, líkt og hann hefur áður gert í úrvalsdeildinni með Villa.