fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Leysir hann Rodri óvænt af hólmi?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur augastað á Douglas Luiz í félagaskiptagluggamarkaðnum í þessum mánuði samkvæmt nýjustu fréttum.

Miðjumaðurinn gekk í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar fyrir um 42 milljónir punda en hefur ekki staðið undir væntingum.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við Juve en samkvæmt fréttum frá Ítalíu má hann fara ef gott boð býðst nú í janúar.

Staðarmiðill í Birmingham, borginni sem Luiz lék áður í með Villa, heldur því nú fram að City sjái hann sem kost til að leysa vandræði sín á miðjunni til skamms tíma.

Eins og flestir vita meiddist Rodri í haust og hefur hvorki gengið né rekið hjá City síðan í ensku úrvalsdeildinni.

Það gæti því reynst frábær lausn fyrir alla að Luiz færi til City og reyni að finna sig, líkt og hann hefur áður gert í úrvalsdeildinni með Villa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“
433Sport
Í gær

Mikið hafi gengið á og þörf á naflaskoðun á Hlíðarenda – „Er rekinn og átti bara að fara heim með sveittu töskunum“

Mikið hafi gengið á og þörf á naflaskoðun á Hlíðarenda – „Er rekinn og átti bara að fara heim með sveittu töskunum“
433Sport
Í gær

Viðurkennir að þeir geti ekki elt Arsenal eða Liverpool í dag

Viðurkennir að þeir geti ekki elt Arsenal eða Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“
433Sport
Í gær

Adidas hefur áhyggjur af stöðu Manchester United – Möguleiki á að rifta samningnum

Adidas hefur áhyggjur af stöðu Manchester United – Möguleiki á að rifta samningnum