Juventus hefur hafið viðræður við Manchester United um Joshua Zirkzee samkvæmt honum virta ítalska blaðamanni Gianluca Di Marzio.
Zirkzee gekk í raðir United í sumar frá Bologna en hefur ekki staðið undir væntingum sem til hans voru gerðar. Hann er kominn með þrjú mörk en Ruben Amorim vill nýjan mann í framlínuna.
Hefur portúgalski stjórinn jafnframt tekið ákvörðun um að hann vilji ekki halda Zirkzee, samkvæmt Di Marzio. Má hann því fara í þessum mánuði á meðan félagaskiptaglugginn er opinn.
Juventus vill fá Zirkzee á láni í þessum mánuði. Stjóri liðsins er Thiago Motta, sem starfaði með Zirkzee hjá Bologna. United vill hins vegar fá inn fjármuni til að kaupa nýja leikmenn og vill því helst selja Zirkzee, eða þá að lána hann með þá tryggingu að Juventus kaupi hann næsta sumar.
#Calciomercato | @juventusfc, contatti con l'entourage di #Zirkzee. Per il @ManUtd la cessione sarebbe possibile inserendo l'obbligo di riscatto https://t.co/0TP4S61Zgz
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 3, 2025