Þrír Íslendingar eru eru á meðal þeirra 25 markahæstu leikmanna frá Norðurlöndunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Tobias Storruste Dahle, norskur fótboltaskrípent, tók þetta saman á samfélagsmiðlinum X. Efstur á listanum er Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær með 91 mark. Samlandi hans Erling Braut Haaland nálgast hins vegar óðfluga og er með 77 mörk.
Þar á eftir koma hins vegar tveir Íslendingar, Gylfi Þór Sigurðsson með 67 mörk og Eiður Smári Guðjohnsen með 55. Gylfi gerði garðinn frægan með Everton, Swansea og Tottenham á meðan Eiður er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn með Chelsea.
Á eftir þeim kemur Daninn Christian Eriksen með 54 mörk, en þess má geta að þriðji Íslendingurinn, Heiðar Helguson er í 18. sæti listans.
34 Morten Gamst Pedersen🇳🇴
32 Nicklas Bendtner🇩🇰
32 Martin Ødegaard🇳🇴
30 Øyvind Leonhardsen🇳🇴
29 Egil Østenstad🇳🇴
28 Heiðar Helguson🇮🇸
27 Jonathan Johansson🇫🇮
26 Sebastian Larsson🇸🇪
25 Jan Åge Fjørtoft🇳🇴
22 Sami Hyypiä🇫🇮
22 Henrik Pedersen🇩🇰
22 Teemu Pukki🇫🇮
21 John Arne Riise🇳🇴— Tobias Storruste Dahle (@TobiasSD) January 1, 2025