Pep Guardiola var loðinn í svörum er hann var spurður út í hugsanlegar styrkingar Englandsmeistara Manchester City í janúarglugganum.
City er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni, situr í sjötta sæti og titillinn svo gott sem farinn.
„Ég veit ekki. Þetta er ekki auðvelt og verður það ekki. Við gætum fengið einhvern en kannski ekki,“ sagði Guardiola í dag, spurður út í janúargluggann.
„Félagið þarf að vera skynsamt. Ekki bara fá leikmenn til að fá þá. Við sjáum til hvort það sé mögulegt.“