Það er enginn leikmaður Real Madrid sem kemst nálægt Kylian Mbappe þegar horft á árslaun hvers leikmanns fyrir sig.
Mbappe kom til Real frá Paris Saint-Germain í sumar en hann var fenginn til félagsins á frjálsri sölu.
Mbappe er talinn einn besti sóknarmaður heims en hann fær um 4,5 milljarða króna í árslaun fyrir sína þjónustu.
Frakkinn fær 31,2 milljónir evra á ári í laun en sá næsti í röðinni er David Alaba sem fær 22 milljónir evra.
Mbappe hefur ekki staðist væntingar eftir komu í sumar en hefur þó verið að taka ágætlega við sér í síðustu leikjum.
Vinicius Junior er líklega mikilvægasti leikmaður Real en hann fær 20 milljónir evra á ári fyrir sín störf.