Margir leikmenn eru orðaðir við Manchester United þessa dagana en það má gera ráð fyrir að fyrstu kaup félagsins í janúarglugganum verði klár á næstunni.
United er í tómu rugli í ensku úrvalsdeildinni og skoðar Ruben Amorim það að styrkja hópinn í janúar til að reyna að snúa genginu við. Er hinn afar öflugi Victor Osimhen til að mynda orðaður við félagið þessa dagana.
Vinstri bakvörðurinn Diego Leon verður hins vegar að öllum líkindum fyrstur inn um dyrnar. Þessi 17 ára gamli leikamður, sem þykir afar mikið efni, fer samkvæmt fréttum í læknisskoðun á næstunni áður en kaupin verða tilkynnt.
Leon kemur frá Cerro Porteno í heimalandinu Paragvæ og hefur verið talað um að United borgi rúmar 3 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Það má þó búast við því að Leon verði formlega leikmaður United í sumar, eftir 18 ára afmælið sitt.