Frenkie de Jong hefur hótað því að fara frá Barcelona ef hann spilar ekki stórt hlutverk í liðinu á þessu ári.
De Jong er bundinn Barcelona til 2026 en hann hefur margoft í gegnum árin verið orðaður við Manchester United.
Það er alls ekkert víst að Hollendingurinn verði mikið lengur hjá Barcelona og þá sérstaklega ef hann missir sæti sitt algjörlega eða þá að spilamennskan versni á næstu mánuðum.
De Jong er 27 ára gamall í dag en hann hefur spilað átta deildarleiki í vetur og skorað eitt mark.
,,Fólk telur að ég vilji vera hjá Barcelona allt mitt líf því lífið utan vallar er svo gott og það er allt gott og blessað en það sem skiptir máli er völlurinn,“ sagði De Jong.
,,Ef ég tel að ég geti ekki hjálpað liðinu nóg eða ef liðið er ekki í neinni baráttu þá mun ég fara.“