Það getur margt gerst í beinni útsendingu og þá er því miður ekki hægt að leiðrétta mistökin. Meðlimir í setti BT Sport fengu heldur betur að kynnast því árið 2013, eins og The Upshot rifjar upp.
Jake Humphrey stýrði lengi umfjöllun um enska boltann á BT Sport en árið 2013 kom hann sér í fréttirnar þegar furðulegt atvik átti sér stað.
Fyrrum fótboltamaðurinn David Ginola var þá einn af sérfræðingunum í setti og gerði Humphrey grín að klæðaburði hans.
„Það er alveg ljóst að David vissi ekki að hann yrði allur í mynd í dag,“ sagði hann um Frakkann.
Ginola tók þessu vægast sagt ekki vel.
Þegar hann hélt að slökkt væri á myndavélunum gerði hann svo handahreyfingu sem gaf sterklega til kynna að hann væri allt annað en sáttur með Humphrey.
Þetta má sjá hér að neðan.