Mikið hefur verið fjallað um einkalíf hins 34 ára gamla Walker. Talið er að stór ástæða þess að hann yfirgefi City eftir hátt í átta ár hjá félaginu og fari til Ítalíu sé til að reyna að bjarga hjónabandi sínu. Sé þetta einnig gert með börn hans og Kilner í huga.
Kilner er þó ekki enn farin með Walker til Ítalíu og spilar þar fleira en eitt inn í. „Annie átti að fara á föstudag en stormurinn Eowyn varð til þess að því var frestað fram á laugardag. Svo hófst rifrildi vegna Lauryn og áætlana hennar. Þá tók Annie U-beygju,“ segir heimildamaður breska blaðsins The Sun.
Á hann þar við Lauryn Goodman, sem er fyrrum hjákona Walker. Á hún tvö börn með knattspyrnumanninum. Er það ástæða fyrir vandræðunum í hjónabandinu og að Kilner hafi í ágúst óskað þess að skilja við Walker. Sögusagnir fóru af stað á dögunum um að Goodman væri að íhuga að flytja til Ítalíu einnig. Það er þó ekki talið að fótur sé fyrir þeim.
Kilner er þá sögð mjög ósátt við Walker nú vegna þess að hann ákvað að fljúga nokkrum vinum sínum til Ítalíu á undan henni.
„Annie býst samt við því að fara til hans og reyna að halda hjónabandinu gangandi. En það eru enn allar líkur á að þau skilji,“ segir heimildamaðurinn.