Aston Villa 1 – 1 West Ham
1-0 Jacob Ramsey(‘8)
1-1 Emerson(’70)
Næst síðasta leik helgarinnar er nú lokið en leikið var á Villa Park sem er staðsettur í Birmingham.
Aston Villa fékk þar West Ham í heimsókn í leik sem var ansi fjörugur og skildu liðin jöfn.
Bæði lið áttu yfir tíu marktilraunir í viðureigninni en West Ham var óvænt meira með boltann í 1-1 jafnteflinu.
Villa er í áttunda sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki en West Ham er í því 13. með 27.