Það er alveg ljóst að Ange Postecoglou er undir mikilli pressu sem stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham mætti Leicester City á heimavelli í dag og komst yfir með marki frá sóknarmanninum Richarlison.
Leicester kom hins vegar til baka og vann óvæntan 2-1 útisigur og kom sér úr fallsæti.
Tottenham er aðeins með 24 stig eftir 23 leiki og er sjö stigum frá fallsæti sem boðar ekki gott.
Brentford og Crystal Palace áttust einnig við en það fyrrnefnda hafði betur 2-1 á útivelli.