Það fer fram spennandi leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Manchester United mætir til leiks í London.
Fulham tekur á móti United í lokaleik helgarinnar en flautað er til leiks klukkan 19:00 og er sigurstranglegra fyrir leikinn.
Fulham er með 33 stig í deildinni eftir 22 leiki en United er aðeins með 26 og þarf svo sannarlega á sigri eða stigum að halda.
Hér má sjá byrjunarliðin í leiknum.
Fulham: Leno; Castagne, Andersen, Bassey, Robinson; Berge, Lukic; Wilson, Smith Rowe, Iwobi; Jimenez.
Man Utd: Onana; De Ligt, Maguire, Martinez; Mazraoui, Ugarte, Fernandes, Dalot; Amad, Garnacho; Hojlund.