Ruud van Nistelrooy er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu eftir síðasta leik Leicester sem var gegn Fulham í efstu deild.
Frá þessu greina enskir miðlar en Daily Mail segir að Hollendingurinn hafi hraunað yfir eigin leikmenn eftir 2-0 tap.
Hann var sérstaklega reiður út í hinn unga Facundo Buananotte sem kom inná sem varamaður í tapinu og fékk að spila rúmlega 20 mínútur.
Buananotte tapaði boltanum níu sinnum í leiknum þrátt fyrir að hafa aðeins snert hann sextán sinnum.
Van Nistelrooy er undir pressu eftir sjö töp í röð í úrvalsdeildinni og er ekki víst að hann sé að ná til leikmanna liðsins.