Chelsea virðist ætla að græða verulega undir lok tímabils en liðið spilar tvo stórleiki í lokaumferðunum.
Chelsea mun fá Liverpool í heimsókn þann 3. maí næstkomandi og um tveimur vikum seinna mætir liðið Manchester United heima.
Samkvæmt enskum miðlum er Chelsea að rukka allt að 2,2 milljónir króna fyrir miða á þessa leiki og fær fyrir það harða gagnrýni.
Þar er þó talað um dýrustu miðana sem eru í boði en liðið var einnig gagnrýnt fyrir að rukka um 700 þúsund krónur á leik gegn United á síðustu leiktíð.
Chelsea er venjulega að rukka um 300-400 þúsund fyrir svokallaða „VIP“ miða en verðið mun heldur betur hækka fyrir síðustu tvo heimaleikina.
Talið er að Chelsea muni græða allt að 1,2 milljónir punda aukalega með þessari miðasölu sem er gríðarlegur hagnaður.