Jón Daði Böðvarsson byrjar heldur betur vel með liði Burton Albion sem spilar í þriðju efstu deild Englands.
Jón Daði samdi nýlega við enska félagið en hann hafði stoppað stutt hjá Wrexham áður en hann fór þaðan á nýju ár.
Burton ákvað að semja við íslenska landsliðsmanninn sem skoraði tvö mörk í dag í 4-2 sigri á Rotherham.
Framherjinn spilaði 87 mínútur í sigrinum en bæði mörk hans voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Burton er í fallbaráttu í þessari ágætu deild og er sex stigum frá öruggu sæti.