Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var í dag spurður út í Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United sem er orðaður við félagið.
Kantmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Napoli en einnig Chelsea og Atletico Madrid. Talið er að hann kosti á bilinu 50-60 milljónir punda.
„Ég er ánægður með leikmennina sem við höfum þegar. Við erum með Pedro Neto og Noni Madueke hægra megin og Jadon Sancho og Mudryk, sem er þó ekki með okkur akkúrat núna, vinstra megin,“ sagði Maresca meðal annars um málið í dag.
„Eins og staðan er í dag erum við í fínum málum,“ sagði Maresca enn fremur.